logo

Fyrirtækjaþjónusta Efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd

Efnalaugin Björg, Mjódd er fjölskyldufyrirtæki sem alla tíð hefur verið leiðandi í þjónustu, gæðum og þekkingu.

Starfsfólk okkar er menntað hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, meðal annars diploma frá Hugo Boss, Royaltone, Leathermaster og Bürfekta og hefur hlotið mikla kunnáttu í meðhöndlun á viðkvæmum fatnaði, brúðarkjólum, skírnarkjólum, skreyttum fatnaði og silki.

Leður, rúskinn og loðfeldir hafa verið hreinsaðir af okkar starfsfólki í nánast hálfa öld og er sér deild til staðar til hreinsunar og endurvinnslu á skinnfatnaði. Taka skal fram að okkar skinnsérfræðingar eru með leyfi og menntun til þessarar vinnslu.

Efnalaugin Björg, Mjódd býður fyrirtæki þínu og starfsmönnum þjónustu sem sparar þér sporin í annríki dagsins.

Tvisvar í viku, þriðjudaga og föstudaga, kemur starfsmaður okkar og sækir fatnað í hreinsun og skilar af sér hreinum fatnaði. Hægt er að semja um fleiri daga.

Við útvegum slá til að hengja fatnaðinn á og það eina sem þarf að gera er að setja fatnað ykkar í poka, loka honum og merkja með Nafni, kennitölu og Vinnustað. Einnig útvegum við merkta poka sem er þá í eigu hvers starfsmanns.

Hægt er að velja um 2 greiðslumöguleika:

1. Þið gefið okkur upp kortanúmer og símgreiðsla á sér stað. Kortaupplýsingum er ávallt eytt eftir greiðslu til að koma í veg fyrir misnotkun.

2. Reikningur er borgaður mánaðarlega safnast saman yfir mánuðinn og birtist í heimabankanum tvisvar sinnum í mánuði

Ekki er tekið gjald fyrir keyrslu eða aðra þjónustu